- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö fengu já en þrjú nei – Evrópumeistararnir verða með

Leikmenn Györi gleðjast eftir sigur í Meistaradeild kvenna 2. júní sl. Liðið verður með á ný í keppninni á næsta keppnistímabili. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Sjö af tíu liðum sem óskuðu eftir sæti í þátttöku í Meistaradeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð varð að ósk sinni þegar stjórn Handknattleikssambands Evrópu kom saman fyrir helgina til að afgreiða umsóknir fyrir næsta keppnistímabil. Þegar voru níu sæti frátekin vegna landskvóta keppninnar.

Meðal liðanna sjö er Györi Audi ETO KC sem vann Meistaradeildina í upphafi þessa mánaðar. Sökum þess að Györi varð ekki ungverskur landsmeistari varð lið félagsins að sækja um þátttökusæti í keppninni vegna þess að landskvótasæti Ungverjalands var frátekið á FTC sem hafði betur í kapphlaupinu við Györi um ungverska meistaratitilinn í vor.

Umsóknum þriggja félaga var hafnað: BV Borussia Dortmund (Þýskaland), DVSC Schaeffler (Ungverjlandi) og Sola HK (Noregi). Ungverska liðið átti sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þegar þrjú ungversk lið voru með. Þau verða tvö á næsta tímabili en á móti kemur að norskum félagsliðum fjölgar um eitt. Liðunum þremur var vísað í Evrópudeildina.

Storhamar, sem vann Evrópudeildina í vor, hlaut náð fyrir augum EHF vegna umsóknar sinnar um sæti í Meistaradeildinni. Noregsmeistarar Vipers Kristiansand voru öruggir um sæti vegna landskvóta Noregs í keppninni. Storhamar átti fyrst sæti í Meistaradeild Evrópu keppnistímabilið 2022/2023.

Liðin sjö sem fengu boð um þátttöku í Meistaradeild kvenna: HC Podravka Vegeta (Króatíu), Odense Håndbold (Danmörku), Brest Bretagne Handball (Frakklandi), Györi Audi ETO KC (Ungverjalandi), Storhamar Handball Elite (Noregi), CS Gloria 2018 BN (Rúmeníu) og CS Rapid Bucuresti (Rúmeníu).

Eftirtalin níu lið fá keppnisrétt vegna landskvóta: Team Esbjerg, Nykøbing Falster Håndboldklub (bæði frá Danmörku), Metz Handball (Frakklandi), HB Ludwigsburg (Þýskalandi)*, FTC-Rail Cargo Hungaria (Ungverjalandi), Buducnost BEMAX (Svartfjallalandi), Vipers Kristiansand (Noregi), CSM Bucuresti (Rúmeníu), og Krim Mercator Ljubljana (Slóveníu).

Dregið verður í tvo átta liða riðla Meistaradeildar kvenna á föstudaginn. Sama dag verður einnig dregið í riðla Meistaradeildar karla.

Fyrstu leikir Meistaradeildar kvenna, leiktíðina 2024/2025, verða háðir 7. og 8. september.

*Þýska meistaraliðið SG BBM Bietigheim skiptir um nafn fyrir næsta tímabil og mun bera heitið HB Ludwigsburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -