- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö íslensk mörk í sigurleik – Sigurjón fór á kostum

Bræðurnir Benedikt Gunnar t.v. og Arnór Snær Óskarssyni t.h. leika með Kolstad. Ljósmynd/Kolstad
- Auglýsing -


Arnór Snær Óskarsson skoraði fimm mörk þegar Kolstad vann Nærbø, 30:26, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á útivelli í gær.  Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Kolstad. Sveinn Jóhannsson skoraði ekki að þessu sinni.  Benedikt Gunnar gaf þrjár stoðsendingar og Arnór Snær bróðir hans eina. 

Kolstad er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 20 leiki, er stigi á eftir Elverum sem situr á toppnum. 

Leikurinn í gær var sá fyrsti hjá Kolstad eftir að Sander Sagosen kvaddi og gekk til liðs við Aalborg Håndbold.

Sigurjón var frábær

Sigurjón Guðmundsson fór á kostum í marki Charlottenlund og varði 20 skot, 43%, í jöfnum leik sem Charlottenlund vann gegn Åsane, 28:27, í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær.

Charlottenlund  er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 18 leiki. Viking TIF er tveimur stigum ofar en hefur leikið einum leik fleira eins og Sanderfjord TIF sem hefur 32 stig.

Sjö umferðir eru eftir af keppni í norsku 1. deildinni. Efsta liðið fer beint upp í úrvalsdeildina en liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti taka þátt í umspili um sæti í deildinni gegn liðum úrvalsdeildar.

  • Stöðuna í norsku tveimur efstu deildum norska handknattleiksins í karla- og kvennaflokki er að finna hér ásamt stöðunum í fleiri deildum evrópsks handknattleiks.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -