- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö marka sigur án Sigvalda Björns

Alex Dujshebaev verður ekki með spænska landsliðinu á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson glímir enn við meiðsli sem hann hlaut í leik Vive Kielce fyrir viku og var þar af leiðandi ekki með liðinu í kvöld þegar það tók á móti Vardar Skopje í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á heimavelli. Kielce vann leikinn örugglega, 36:29, og trónir sem fyrr í efsta sæti A-riðils Meistaradeildar með 13 stig eftir átta leiki.

Vardar, sem er ríkjandi Evrópumeistari frá 2019 þegar síðast var leikið til úrslita í Meistaradeildinni, er í sjötta sæti með 3 stig að loknum fimm leikjum.

Pólsku meistararnir voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda í kvöld. Sex mörkum munaði í hálfleik, 18:12. Alex Dujshebaev var markahæstur í liði Kielce með sjö mörk eins og Akrkadiusz Moryto. Nicolas Tournat var með fimm mörk. Hornamaðurinn rússneski, Timur Dibirov skoraði sjö mörk fyrir Vardar og Lovro Jotic var næstur með sex mörk.

Flensburg átti að leika við Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi í kvöld en leiknum var frestað eftir að leikmenn Brest smituðust af kórónuveirunni í byrjun vikunnar.


Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 13(8), Flensburg 9(6), Meshkov Brest 7(6), Porto 6(7), PSG 4(5), Vardar 3(5), Elverum 2(4), Szeged 0(3).


B-riðill:
Celje – Nantes 25:31
Tilen Kodrin 6, Kirstjan Jorzen 6 – Milan Milic 6, Valero Rivera 5, Rok Ovnicek 5, Dragan Pechmalbec 5.
Veszprém – Aalborg 30:32
Fjallað var um leik Veszprém og Aalborg fyrri í kvöld. Umfjöllunina er að finna hér.


Staðan í B-riðli:
Barcelona 12(6), Veszprém 11(7), Aalborg 10(8), Kiel 7(6), Motor 4(5), Nantes 4(5), Celje 2(7), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -