Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann A-landslið Grænlands í síðari vináttuleik þjóðanna í Safamýri í dag, 30:23. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16. Íslenska liðinu tókst þar með að snúa við taflinu frá fyrri viðureigninni sem fór fram á fimmtudaginn og tapaðist, 31:29.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með 6 mörk. Næst var Bergrós Ásta Guðmundsdóttir með 5 mörk ásamt Dagmar Guðrúnu Pálsdóttur. Ásdís Halla Hjarðar og Birna María Unnarsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor. Rakel Dórothea Ágústsdóttir, Sara Lind Fróðadóttir og Sif Hallgrímsdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Adela Eyrún Jóhannsdóttir og Lydía Gunnþórsdóttir skoruðu sitt markið hvor.
Sif Hallgrímsdóttir varði níu skot í markinu og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði fimm skot.
Leikirnir við Grænlendinga voru hluti af samvinnuverkefni HSÍ og grænlenska handknattleikssambandsins. Grænlenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi síðustu vikuna. Karlalandslið Grænlands er væntanlegt í lok mánaðarins til æfinga og leikur m.a. tvisvar við 20 ára landsliðið.
Arna Karitas skoraði sjö í tveggja marka tapleik