FH vann lið Fjölnis/Fylkis örugglega, 22:15 í upphafsleik Grill66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld en leikið var í Kaplakrika. FH-liðið, sem féll úr Olísdeild kvenna í vor, var með yfirhöndina í leiknum í Krikanum í kvöld frá upphafi til enda og var m.a. með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 12:8.
Hildur Guðjónsdóttir fór á kostum í liði FH og skoraði nærri því helming marka liðsins. Hún ásamt Fanneyju Þóru Þórsdóttur voru mest áberandi leik í sóknarleik liðsins.
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 9, Fanney Þóra Þórsdóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Aþena Arna Ágústsdóttir 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Emilía Ósk Steinarsdóttir 1.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Asa Kozicka 4, Sara Björg Davíðsdóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 2, Kolbrún Arna Garðarsdóttir 1, Harpa Elín Haraldsdóttir 1.
Næst verður leikið í Grill66-deild kvenna á sunnudag. Þá verða eftirtaldir leikir á dagskrá:
TM-höllin: Stjarnan U – ÍBV U, kl. 14.
Kórinn: HK U – Selfoss, kl. 16.30.
Origohöllin: Valur U – ÍR, kl. 20.30.