ÍBV er komið upp að hlið FH í Olísdeild karla í handknattleik með 24 stig eftir að hafa unnið ÍR, 35:28, í viðureign liðanna í Skógarseli í Breiðholti í kvöld. ÍBV hefur þar með 24 stig eins og FH í öðru til þriðja sæti þegar hvort lið á eftir fjóra leiki.
ÍR er áfram næst neðst með átta stig, þremur stigum frá KA sem er í 10. og síðasta örugga sæti deildarinnar. ÍR fær Stjörnuna í heimsókn á fimmtudaginn í 19. umferð deildarinnar en ÍBV bíður fram á laugardag með að taka á móti Fram.
Staðan að loknum hröðum fyrri hálfleik var 21:16, ÍBV í vil sem náði forskoti sínu aðallega á skömmum kafla eftir tíu mínútu þegar liðið skoraði sjö mörk í röð og breytti stöðunni úr 7:6, ÍR í vil í 13:7, sér í vil.
Á köflum í fyrri hálfleik og fram eftir síðari hálfleik var eins og ÍBV-liðið missti einbeitingu. ÍR tókst um skeið að minnka muninn í þrjú mörk snemma í síðari hálfleik, 25:22. Nær komst Breiðholtsliðið ekki. Eyjamenn styrktu stöðu sína og héldu síðan sjó allt til leiksloka. Öruggur sigur í kaflaskiptum leik hjá báðum liðum.
Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.
Mörk ÍR: Eyþór Ari Waage 7, Róbert Snær Örvarsson 4, Arnar Freyr Guðmundsson 4/1, Viktor Sigurðsson 4, Dagur Sverrir Kristjánsson 3/1, Bjarki Steinn Þórisson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Markús Björnsson 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15/1, 30%.
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 7/1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 6, Nökkvi Snær Óðinsson 6, Arnór Viðarsson 5, Dánjal Ragnarsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 2, Elmar Erlingsson 1, Dagur Arnarsson 1, Ísak Rafnsson 1, Svanur Páll Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 13/1, 31,7%.
Handbolti.is var Skógarseli og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.