Stjarnan færðist upp fyrir ÍBV eftir sigur Eyjamönnum í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hekluhöllinni í kvöld, 33:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Hvort lið hefur 13 stig en Stjarnan stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum og situr fyrir vikið í sjötta sæti.
ÍBV í sjöunda sæti, þremur stigum fyrir ofan Gróttu sem heldur sig í áttunda sæti.
Stjarnan var sterkari í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var í blóma og eins tókst ágætlega að loka á sóknarmenn ÍBV. Adam Thorstensen markvörður Stjörnunnar átti einnig afar góðan leik og eins og stundum áður á síðustu vikum. Á sama tíma náðu markverður ÍBV sér ekki eins vel á strik.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Mörk Stjörnunnar: Benedikt Marinó Herdísarson 8, Ísak Logi Einarsson 6, Jóel Bernburg 5, Starri Friðriksson 5/2, Jóhannes Bjørgvin 3, Tandri Már Konráðsson 3/2, Hans Jörgen Ólafsson 2, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 16, 38,1%.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Daniel Esteves Vieira 5, Andri Erlingsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Gauti Gunnarsson 3/1, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Jason Stefánsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 8, 24,2% – Petar Jokanovic 2, 20%.
Tölfræði HBStatz.