- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö marka tap í Dortmund – heimaleikur á miðvikudag

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Blomberg-Lippe, með landsliðskonurnar Andreu Jacobsen og Díönu Dögg Magnúsdóttur, tapaði fyrsta leiknum í undanúrslitum fyrir Borussia Dortmund, í undanúrslitum úrslitakeppni þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í kvöld, 37:30. Liðin mætast á ný á heimavelli Blomberg-Lippe á miðvikudaginn. Ef Blomberg-Lippe vinnur kemur til oddaleiks í Dortmund um næstu helgi.


Andrea lék vel. Hún skoraði þrjú mörk, gaf fimm stoðsendingar, var með þrjú sköpuð færi, vann tvö vítaköst, vann andstæðinga tvisvar af leikvelli og stal boltanum einu sinni.
Díana Dögg skoraði tvö mörk, gaf tvær stoðsendingar og var með tvö sköpuð færi.

Staðan var jöfn í hálfleik í Sporthalle Wellinghofen í Dortmund, 16:16. Heimaliðið var sterkara í síðari hálfleik og vann öruggan sigur.

Hin spænska Ona Vegué Pena skoraði 11 mörk fyrir Blomberg-Lippe, fimm úr vítaköstum. Carmen Costa og Lois Abbingh skoruðu níu mörk hvor fyrir Dortmund.

Í hinni viðureign undanúrslita vann Ludwigsburg stórsigur á Thüringer, sem vann Evrópudeildina um síðustu helgi, 37:23, á heimavelli. Liðin mætast aftur í Þýringalandi á miðvikudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -