- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sjö marka tap í hörkuleik í Stuttgart

- Auglýsing -

Íslenska landsliðið tapaði með sjö marka mun, 32:25, fyrir þýska landsliðinu í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna í Porsche Arena í kvöld. Þjóðverjar voru yfir, 18:14, að loknum fyrri hálfleik. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Serbum á föstudagskvöld klukkan 19.30.


Þrátt fyrir sjö marka mun og að nokkuð ljóst hafi verið lengst af leiksins að nokkur getumunur var á liðunum þá náði íslenska liðið að veita þýska liðinu góða mótspyrnu í Porsche Arena með 5.500 þýska áhorfendur á móti sér. Við þessar aðstæður og nokkra leikmenn að spila sína allra fyrstu landsleiki þá mátti alveg eins búast við að illa gæti farið en sú varð ekki raunin.

Alexandra Lí Arnarsdóttir fagnar fyrsta HM-marki sínu t.v. og t.h. eru Matthildur Lilja Jónsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir að stöðva Alina Grijseels. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Varnarleikur íslenska liðsins stóð lengst af vel með Katrínu Tinnu Jensdóttur, Matthildi Lilju Jónsdóttur og Alexöndru Líf Arnarsdóttur í aðalhlutverkum. Tvær þær síðarnefndu hafa samtals leikið fimm landsleiki og aldrei leikið fyrir framan nærri sex þúsund áhorfendur.

Munurinn var mestur þegar upp var staðið og fólginn í töpuðum boltum og auðveldum mörkum sem þýska liðið fékk umfram það íslenska. Þannig náði þýska liðið fjögurra til fimm marka forskoti þegar á leið fyrri hálfleik og aftur þegar á leið síðari hálfleik.

Íslenska liðið tapaði boltanum 16 sinnum í leiknum og upp úr því skoruðu Þjóðverjar tíu mörk úr hraðaupphlaupum. Ísland skoraði úr tveimur hraðaupphlaupum og eitt mark var skoraði með skoti yfir allan leikvöllinn.

Elín Klara Þorkelsdóttir t.v. að skora eitt fimm marka sinna og Katrín Tinna Jensdóttir t.h. að fagna einu af fjórum mörkum sínum af línunn. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Heilt yfir var margt jákvætt hægt að taka úr þessum leik til þess að taka með í annan erfiðan leik á föstudaginn gegn Serbíu.

Jafnræði var fyrstu 10 mínúturnar, 6:6. Eftir það skoruðu Þjóðverjar fjögur mörk í röð eftir sóknarmistök íslenska liðsins, þar af þrjú mörk verandi manni fleiri. Eftir það var yfirhöndin Þjóðverja megin.


Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Dana Björg Guðmundsdóttir 4, Thea Imani Stuludóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Sandra 3/3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8/1, 21,6 – Sara Sif Helgadóttir 1, 33,3%.
Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 7, Jenny Behrend 5, Nieke Kuhne 5, Viola Leuchter 4, Antje Döll 3/2, Nina Engel 2, Emily Bölk 2, Lisa Antl 2, Xenia Smits 1, Alexia Hauf 1.
Varin skot: Katharina Filter 11/1, 34,4% – Sarah Wachter 1, 33,3%

Handbolti.is var í Porsche Arena og fylgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -