Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði sjö mörk og var maður leiksins þegar Kristianstad HK vann Skövde, 33:22, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Þetta var fyrstu sigur Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið tapaði naumlega í fyrstu umferð í síðustu viku.
Jóhanna Margrét gekk til liðs við Kristianstad í sumar eftir tveggja ára veru hjá Skara. Hún hefur náð sér vel á strik í fyrstu leikjunum. Áður en blásið var til leiks í úrvalsdeildinni hafði Kristianstad leikið nokkra leiki í bikarkeppninni hvar liðið er komið í átta liða úrslit.
Næst á dagskrá hjá Jóhönnu Margréti er að koma heim og taka þátt í æfingum landsliðsins næstu daga áður en haldið verður á æfingamóti í Tékklandi upp úr miðri næstu viku.
Berta Rut Harðardóttir skoraði ekki mark í leiknum fyrir Kristianstad. Berta Rut er að hefja sitt þriðja keppnistímabil með liði Kristianstad.