- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö sinnum meistari á áratug í fjórum löndum

Janus Daði Smárason leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg varð í gærkvöld þýskur meistari í handknattleik. Meðal leikmanna liðsins er Selfyssingurinn Janus Daði Smárason sem nú verður landsmeistari í handknattleik í sjöunda skipti á síðustu 10 árum.

Stefán Arnason handknattleiksþjálfari hjá Aftureldingu bendir á þessa athyglisverðu staðreynd um Janus Daða á samfélagsmiðlinum X í dag. Auk þess undirstrikar Stefán þá staðreynd að í öll sjö skiptin hefur Janus Daði verið í burðarhlutverki í meistaraliðunum.

Ef tíðindaritari handbolta.is skriplar ekki á skötu eru meistaratitlarnir sjö eftirtaldir:

Haukar 2015, 2016.
Aalborg Håndbold 2017, 2019, 2020.
Kolstad Håndball 2023.
SC Magdeburg 2024.

Eina árið sem Aalborg Håndbold varð ekki danskur meistari meðan Janus Daði lék með liðinu, 2018, vann liðið gullverðlaun í bikarkeppninni.

Áfram í Ungverjalandi?

Janus Daði gengur til liðs við Pick Szeged í Ungverjalandi í sumar. Liðið fékk silfur bæði í deildinni og í bikarnum á nýliðinni leiktíð. Fróðlegt verður að sjá hver árangurinn verður að ári liðnu með Janus Daða í burðarhlutverki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -