- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjötta tap KA í röð í deildinni – ÍBV fór með tvö stig suður

Gauti Gunnarsson skoraði 10 mörk á Akureyri í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV vann öruggan sigur á KA, 37:31, í 16. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Þetta var sjötta tap KA í röð í deildinni og virðist liðið sitja fast í níunda sæti með 10 stig eftir 16 leiki. Síðasta vann KA lið Vals í 10. umferð 21. nóvember.

ÍBV mjakaðist nær Aftureldingu og fjær Haukum með stigunum tveimur en er áfram í fjórða sæti. Nú með 22 stig.

KA byrjaði vel í báðum hálfleikum en tókst ekki að fylgja því eftir. Eftir miðjan síðari hálfleik virtist ÍBV vera með öll tromp á hendi. Varnarleikur KA var slakur. Fátt af því sem boðið var upp á sló leikmenn ÍBV út af laginu. Þrátt fyrir að á brattann væri að sækja í varnarleik KA þá var Bruno Bernat markvörður einna besti maður liðsins.

Gauti Gunnarsson, sem lék með KA á síðasta tímabili, virtist kunna vel við sig í KA-heimilinu. Hann skoraði 10 mörk í 11 skotum fyrir ÍBV. Gauti fékk högg á hægri handlegginn þegar um 10 mínútur voru til leiksloka en svo virtist vera sem það væri ekki alvarlegt. Alltént mætti piltur fljótlega aftur inn á leikvöllinn.

ÍBV lék 5/1 vörn sína og tókst að valda usla í sóknarleik KA. Þess utan var markvarslan jöfn og góð hjá liðinu að þessu sinni. Petar Jokanovic og Pavel Miskevich voru báðir með vel yfir 30% markvörslu í hröðum leik á fjölum KA-heimilisins.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Mörk KA: Ott Varik 8, Einar Rafn Eiðsson 5/3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Jóhann Geir Sævarsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 3, Jens Bragi Bergþórsson 3, Arnór Ísak Haddsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Ólafur Gústafsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 13, 29,5%.

Mörk ÍBV: Gauti Gunnarsson 10, Elmar Erlingsson 6/4, Daniel Esteves Vieira 5, Breki Þór Óðinsson 4, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Dagur Arnarsson 2, Ívar Bessi Viðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Andri Erlingsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 31% – Pavel Miskevich 6, 37,5%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -