Sæþór Atlason hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Sæþór er tvítugur hægri hornamaður. Sæþór kemur frá Selfossi þar sem hann er uppalinn. Hann skoraði 27 mörk fyrir Selfyssinga í Olísdeildinni í vetur sem leið og átti sæti í liði félagsins undanfarin ár. Sæþór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.
Sæþór er sjötti leikmaður karlaliðs Selfoss á síðustu leiktíð sem kvatt hefur liðið á síðustu vikum eftir að því tókst ekki að halda sæti í Olísdeildinni. Hinir eru Hans Jörgen Ólafsson, Gunnar Kári Bragason, Sveinn Andri Sveinsson, Vilius Rašimas og Ásgeir Snær Vignisson. Sá síðastnefndi náði lítt að setja mark sitt á leik liðsins vegna meiðsla.
„Það er mikill fengur í Sæþóri. Hann er virkilega öflugur hornamaður og gríðarlega hraður. Hann mun því smellpassa í Gróttuliðið. Ég hlakka mikið til að vinna með honum næstu árin,“ er haft eftir Róberti Gunnarssyni þjálfari Gróttu í tilkynningu félagsins.
Sjá einnig:
Karlar – helstu félagaskipti 2024