- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sjötti sigur Magdeburg – Viktor vann á gamla heimavellinum

- Auglýsing -

Áfram hélt sigurganga Evrópumeistara SC Magdeburg í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í gær. Liðið lagði Eurofarm Pelister, meistaralið Norður Makedóníu, 36:26, í sjöttu umferð B-riðils, 36:26, á heimavelli.

14 íslensk mörk

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur leikmanna Magdeburg með 10 mörk, þar af sex mörk úr vítaköstum. Einnig gaf Ómar Ingi þrjár stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg og gaf fjórar stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar.

Magdeburg er með 12 stig eftir sex umferðir og er eina taplausa lið riðilsins.

Varði vítakast á heimavelli

Viktor Gísli Hallgrímsson og liðsfélagar í Barcelona er í öðru sæti riðilsins með 10 stig. Barcelona vann einnig öruggan sigur í gærkvöld, 34:24, á pólska meistaraliðinu Wisla Plock. Viktor Gísli lék með liðinu á síðustu leiktíð.

Viktor Gísli varði eitt vítakast í Plock í gær en koma að öðru leyti lítið við sögu í leiknum því Daninn Emil Nielsen stóð vaktina í marki Barcelona. Aleix Abello var markahæstur hjá Barcelona með átta mörk. Frakkarnir Dika Mem og Timothey N’Gusesan voru næstir með fimm mörk hvor.

Miha Zarabec var markahæstur hjá Wisla Plock með sjö mörk.

Mittún frábær í París

Í þriðja leik B-riðils vann danska liðið GOG óvæntan sigur á franska meistaraliðinu PSG, 36:34, í París.

Færeyingurinn Óli Mittún átti stórleik með GOG. Hann skoraði 9 mörk í 11 skotum og átti auk þess þrjár stoðsendinga. Bjerre Friche skoraði átta mörk og örvhenta skyttan efnilega, Hjalte Lykke, skoraði sex mörk.

Elhomi Prandi skoraði níu mörk fyrir PSG og Spánverjinn Ferran Solé skoraði átta mörk.

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -