Sigurganga Evrópumeistara SC Magdeburg heldur áfram í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik. Sigurleikirnir eru orðnir eftir að liðið vann öruggan sigur á RK Zagreb á heimavelli í kvöld, 27:22, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 10:9. Á sama tíma vann meistaralið Norður Makedóníu, Eurofarm Pelister, ungverska liðið Pick Szeged, 25:24, í Bitola í Norður Makedóníu.
Bjarki Már markahæstur í Þrándheimi – myndskeið
Gísli Þorgeir Kristjánsson var atkvæðamestur Íslendinganna þriggja hjá Magdeburg í leiknum í kvöld. Hann skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk. Elvar Örn Jónsson skoraði ekki en átti eina stoðsendingu. Hann bar að vanda hitann og þungan af varnarleik Magdeburg-liðsins.
Norski hornamaðurinn, Sebastian Barthold, skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og var markahæstur. Albin Lagergren var næstu með fimm mörk. Filip Glavas skoraði sjö sinnum fyrir RK Zagreb.
Eurofarm Pelister skoraði tvö síðustu mörk leiksins á heimavelli og tryggði sér sigur á Pick Szeged, 25:24, í miklum spennuleika og tilheyrandi hávaða í keppnishöllinni í Bitola.
Staðan í B-riðli Meistaradeildar karla:




