Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson leika með, náði í kvöld þriggja stiga forskoti í þýsku 2. deildinni í handknatteik þegar liðið vann Hüttenberg, 40:34, á heimavelli. Á sama tíma tapaði Eintracth Hagen, sem er í öðru sæti, einu stigi er það gerði jafntefli við Dessauer á heimavelli, 28:28.
Elliði skoraði fjögur mörk í fimm tilraunum í leiknum í kvöld og Hákon Daði skoraði þrisvar úr fimm skotum, ekkert úr vítakasti.
Gummersbach hefur þar með 14 stig í efsta sæti eftir sjö leiki.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sex mörk í níu skotum auk fjögurra stoðsendinga þegar EHV Aue tapaði fyrir Bietigheim, 33:30, í 2. deildinni. Sveinbjörn Pétursson markvörður og Áki Egilsnes kom nær því ekkert við sögu hjá Aue í kvöld í heimsókninni til Stuttgart.
Þriðja liðið sem hefur Íslending innan sinna raða í deildinni, TV Emsdetten, tapaði með sex marka mun í heimsókn sinni til Lübeck-Schwartau, 28:22. Anton skoraði ekki mark og virðist ekki hafa komið mikið við sögu hjá Emsdettenliðinu að þessu sinni.
Staðan: