- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skarphéðinn Ívar var hetja Hauka

Skarphéðinn Ívar Einarsson leikmaður Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka í fyrsta leik sínum fyrir félagið í Olísdeildinni í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Aftureldingu í hörkuleik á Ásvöllum, 27:26. Skarphéðinn Ívar, sem gekk til liðs við Hauka frá KA í sumar, stökk nærri hæð sína í öllum herklæðum fyrir framan vörn Aftureldingar og þrumaði boltanum í marknetið fjórum sekúndum fyrir leikslok. Óverjandi fyrir Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörð Aftureldingar.

Nokkrum sekúndum áður hafði Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka varið vítakast frá Birgi Steini Jónssyni leikmanni Aftureldingar. Aron Rafn kom gagngert inn á leikvöllinni til að verja vítakastið en annars stóð Vilius Rasimas í marki liðsins í sínum fyrsta leik fyrir Hauka í Olísdeildinni og varði vel.

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka átti leikhlé til góða og tvínónaði ekki við að taka eftir að Aron Rafn varði vítakastið frá Birgi Steini. Ásgeir töfraði leikkerfi fram úr erminni sem tryggði Haukum sigur með glæsimark Akureyringsins skotfasta.

Stjarnan vann HK með tveggja marka mun í Hekluhöllinni í Garðabæ, 29:27, í viðureign þar sem Stjörnuliðið var með frumkvæðið nánast frá upphafi.

Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

Úrslit kvöldsins í Olísdeild karla

Haukar – Afturelding 27:26 (14:14).
Mörk Hauka: Þráinn Orri Jónsson 6, Andri Fannar Elísson 4/2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Hergeir Grímsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Össur Haraldsson 2, Kristinn Pétursson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Birkir Snær Steinsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 16, 39% – Aron Rafn Eðvarðsson 1/1, 50%.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8/4, Blær Hinriksson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Ihor Kopyshynskyi 3, Hallur Arason 2, Ævar Smári Gunnarsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Kristján Ottó Hjálmsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 5, 21,7% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 2.
Tölfræði HBStatz.

Stjarnan – HK 29:27 (17:14).
Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 7, Starri Friðriksson 7/2, Sveinn Andri Sveinsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Ísak Logi Einarsson 2, Jóhannes Björgvin 2, Pétur Árni Hauksson 2, Hans Jörgen Ólafsson 2.
Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 6/1, 28,6% – Adam Thorstensen 5, 29,4%.
Mörk HK: Andri Þór Helgason 6/2, Leó Snær Pétursson 5, Haukur Ingi Hauksson 4, Ágúst Guðmundsson 4, Júlíus Flosason 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 1, Styrmir Máni Arnarsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 7/1, 23,3% – Róbert Örn Karlsson 3, 37,5%.

Tölfræði HBStatz.

FH – Fram 27:23 (14:10).
Mörk FH: Aron Pálmarsson 7, Ásbjörn Friðriksson 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Jón Bjarni Ólafsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Símon Michael Guðjónsson 1/1, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16/1, 41%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 10, Ívar Logi Styrmisson 5/1, Rúnar Kárason 3, Erlendur Guðmundsson 2, Eiður Rafn Valsson 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 10, 35,7% – Breki Hrafn Árnason 2, 18,2%.

Tölfræði HBStatz.
Leikjadagskrá Olísdeilda og staðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -