- Auglýsing -
Guðjón Valur Sigurðsson fer vel af stað í nýju hlutverki sem þjálfari Gummersabach. Liðið vann í dag annan sigur sinn í þýsku 2. deildinni þegar það sló upp markaveislu á heimavelli gegn nýliðum TUS Fürstenfeldbruck. Lokatölur 40:25 en tíu mörkum munaði á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 21:11.
Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur af mörkum Gummersbach og nýtti öll sín skot, ekkert fór forgörðum. Hann tók einnig til hendinni í varnarleiknum. Hornamaðurinn Raúl Santons var markahæstur hjá Gummersbach með sex mörk. Lukas Blohme skoraði einnig sex mörk fyrir heimaliðið.
Næsti leikur Gummersbach verður eftir viku þegar liðið sækir Hamm-Westfalen heim.
- Auglýsing -