- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skemmtilegt en um leið mjög krefjandi

Thea Imani Sturludóttir leikmaður Vals. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

„Tímabilið var mjög skemmtilegt en um leið mjög krefjandi,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður þrefaldra meistara Vals í handknattleik kvenna í samtali við handbolta.is. Thea var valin mikilvægasti leikmaður Olísdeildar kvenna og hreppti þar með Sigríðarbikarinn í uppskeruhófi HSÍ í gær. Auk þess var Thea Imani valin varnarmaður tímabilsins í Olísdeildinni.

Naut þessa í botn

„Álagið var meira en venjulega vegna stórmóts landsliðsins auk allra leikjanna með Val og fleiri landsleikja með landsliðinu. Ég naut þessa alls í botn,“ sagði hin 26 ára gamla Thea Imani sem vafalítið lék sitt besta keppnistímabil á ferlinum, alltént eftir að hún flutti heim aftur í árslok 2020 að lokinni veru í Noregi og Danmörku. Hún sagðist ekki hafa velt því mjög mikið fyrir sér.

Ofan frábært tímabil var mjög gaman að að taka þátt í HM. Þátttakan gaf mér og okkur aukna reynslu og innsýn í heim stórmóta

Stígandi í mínum leik

„Klárlega finnst mér það hafi verið stígandi í leik mínum í vetur. Á milli voru samt leikir sem ég hefði viljað gera betur en ég er ánægð með útkomuna,“ sagði Thea Imani sem komst nokkuð heil í gegnum tímabilið.

Toppurinn að vinna þrefalt

„Mér gekk mjög vel og tókst að halda mér í góðu formi. Toppurinn á tímabilinu var að vinna þrefalt með Val, það er deildina, bikarinn og síðan að fara í gegnum úrslitakeppnina og verða Íslandsmeistari annað árið í röð. Árið á undan hikstaði aðeins hjá okkur og við unnum Íslandsmeistaratitilinn en ekki deildina og bikarinn.

Ofan á frábært tímabil var mjög gaman að að taka þátt í HM. Þátttakan gaf mér og okkur aukna reynslu og innsýn í heim stórmóta,“ sagði Thea Imani um nýliðið keppnistímabil en Valur vann 29 af 30 leikjum tímabilsins í deildinni, úrslitakeppninni og bikarnum.

Íslandsmeistarr Vals í handknattleik kvenna 2024. Ljósmynd/Mummi Lú/HSÍ

Ekkert slakað á

Framundan er annað annasamt keppnistímabil með Val og ekki síst með landsliðinu sem verður í eldlínunni á EM í desember. „Undirbúningurinn hefst strax í sumar. Maður þarf að halda sér vel við í sumar til þess að mæta sem best undirbúinn þegar slagurinn hefst aftur í haust,“ sagði Thea Imani Sturludóttir landsliðskona með Val og mikilvægasti leikmaður Olísdeildar kvenna á nýliðnu tímabili.

Sjá einnig:

Elín Klara og Benedikt Gunnar best í Olísdeildum

Olísdeild kvenna.

Fyrsti leikur Íslands á EM verður gegn Hollendingum

Íslenska landsliðið leikur í Innsbruck á EM 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -