- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skildi ekkert í síðustu sókn Þjóðverja

Viktor Gísli Hallgrímsson ver skot frá Julian Köster. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það var ömurlegt að tapa þessum leik. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður í samtali við handbolta.is eftir tapið fyrir Þjóðverjum í kvöld, 26:24, í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln.

„Það munar um hvert smáatriði í svona jöfnum leikjum. Fyrir utan það þá ég skildi bara ekki í síðustu sókn Þjóðverja og hvernig þeir komust upp með að leika hana til enda. Hún var að sjá stórlega athugunarverð. Auk þess var eitthvað um skrýtna dóma af og til. Við eigum hinsvegar að vera með svo gott lið að við eigum að vinna alla, jafnt dómarana sem aðra,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins sem átti afar góðan leik að þessu sinni.

Aftur var færanýtingu ábótavant – sárt tap í hörkuleik

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

Mjög erfitt að kyngja þessu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -