- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skipað er í helming sæta á HM 2023

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bókað hefur verið í helming þátttökusæta á heimsmeistaramóti karla sem fram fer í Póllandi og í Svíþjóð í janúar á næsta ári. Eftir standa átta sæti Evrópu en að kvöldi 17. apríl liggur fyrir hvaða þjóðir hreppa sætin.


Til viðbótar við átta sæti Evrópu og fimm frá Afríku fær ein þjóð frá Norður Ameríku sæti á HM. Norður Ameríkukeppnin fer fram í lok júní. Eftir standa tvö sæti sem stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, úthlutar. Stjórnin hefur í höndunum tvö boðskort, svo kölluð „wild card“.

Eftirtaldar þjóðir eru þegar með keppnisrétt á HM karla 2023:
Pólland og Svíþjóð sem gestgjafar.
Heimsmeistarar Danmerkur.
Danmörk, Spánn, Frakkland og Noregur frá EM 2022.
Barein, Íran, Katar, Sádi Arabía, Suður Kórea frá Asíukeppninni 2022.
Argentína, Úrúgvæ, Brasilía, Chile frá keppni Mið- og Suður Ameríku.
Belgía úr undankeppni Evrópu sem annars lýkur 17. apríl.
Eftir standa:
Átta sæti Evrópu, fimm sæti Afríku, eitt frá Norður Ameríku auk ráðstöfunar tveggja boðskorta.

Afríkukeppnin stendur eftir

Til stóð að Afríkukeppnin færi fram í janúar. Ekkert varð úr vegna þess að maðkur þótti vera í mysunni þegar dregið var í riðla. Var drátturinn kærður og í framhaldinu var ákveðið að draga á nýjan leik. Eftir því sem næst verður komist hefur það ekki verið gert.

Nú stendur til að Afríkukeppnin fari fram í Marokkó 11. – 18. júlí. Ekki hefur gengið klakklaust að koma mótinu á dagskrá. Fyrst sökum þess að riðladrátturinn var úrskurðaður ólöglegur og síðan vegna Miðjarðarhafsleikanna sem fram fara síðla í júní.

Tólf þjóðir – fimm sæti

Vegna þess hversu seint Afríkumótið fer fram mun ekki liggja fyrir hvaða fimm þjóðir Afríku taka þátt í HM þegar dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins í Katowiche 2. júlí. Tólf þjóðir eru skráðar til leiks á Afríkumótinu eftir að Alsír dró sig úr keppni vegna þess að Marokkó ákvað að hluti mótsins færi fram í vesturhluta Sahara. Lengi hefur staðið styr milli Alsír og Marokkó um yfirráð í vestur Sahara og viðurkennir Alsír ekki yfirráð Marokkóbúa á svæðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -