- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur að Varmá

Þorvaldur Tryggvason og Þorsteinn Gauti Ólafsson leikmenn Aftureldingar. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding og ÍBV skildu jöfn í miklum spennuleik að Varmá í kvöld í sjöttu umferð Olísdeildar karla, 30:30. Ihor Kopyshynskyi jafnaði metin fyrir Mosfellinga þegar mínúta var til leiksloka. Eyjamenn fengu tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn en Friðrik Hólm Jónssyni tókst ekki að skora úr síðasta marktækifæri leiksins.


Afturelding var þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Eyjamenn hertu upp hugann í síðari hálfleik. Eftir mikinn spennuleika má telja að víst að skiptur hlutur hafi verið sanngjarn hjá liðunum sem taka þátt í Evrópuleikjum um helgina. Afturelding leikur í Noregi en ÍBV í Lúxemborg.

Afturelding er þar með í þriðja sæti deildarinnar með níu stig eftir sex leiki. ÍBV er í næsta þrepi fyrir neðan með sjö stig.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 8, Blær Hinriksson 6/3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Þorvaldur Tryggvason 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Birgir Steinn Jónsson 2, Birkir Benediktsson 2, Leó Snær Pétursson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 13, 30,2%.
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 10/4, Kári Kristján Kristjánsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Arnór Viðarsson 3, Dánjal Ragnarsson 3, Sveinn Jose Rivera 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 1, Daniel Esteves Vieira 1, Gauti Gunnarsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 14, 33,3%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -