- Auglýsing -
Vængir Júpíters kræktu í eitt stig á heimavelli í kvöld þegar þeir tóku á móti nýliðum Kórdrengja í Dalhúsum, 22:22. Það blés ekki byrlega fyrir leikmönnum Vængjanna að loknum fyrri hálfleik þegar þeir voru fjórum mörkum undir 12:8. Þeir fengu hinsvegar byr í seglin þegar kom fram í síðari hálfleik og tókst að jafna áður en leiktíminn var úti.
Þar með tókst Vængjunum að komast stigi upp fyrir Kórdrengi í næst neðsta sæti verandi með þrjú stig.
Kórdregnir eru áfram í sjöunda sæti af 11 liðum með níu stig. Jafnteflið í kvöld var það fyrsta sem lið Kórdrengja gerir Íslandsmóti í handknattleik.
Mörk VJ.: Jónas Eyjólfur Jónasson 7, Gísli Steinar Valmundsson 3, Brynjar Jökull Guðmundsson 3, Albert Garðar Þráinsson 3, Viktor Orri Þorsteinsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Bjarni Ólafsson 1, Guðmundur Rögnvaldsson 1.
Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 9, Eiríkur Guðni Þórarinsson 4, Þorlákur S. Sigurjónsson 3, Hrannar Máni Gestsson 2, Eyþór Hilmarsson 2, Hjalti Freyr Óskarsson 1, Stefán Mickael Gestsson 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.
- Auglýsing -