- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í Dalhúsum

Björgvin Páll Rúnarsson leikmaður Fjölnis á auðum sjó í l leiknum við Hauka U í Dalhúsum í kvöld. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

Fjölnir og ungmennalið Hauka skildu jöfn, 31:31, Dalhúsum í kvöld í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla, en um var að ræða eftirlegukind úr 2. umferð deildarinnar sem varð að skilja eftir á sínum tíma. Fjölnismenn voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12.


Ekki voru liðnar nema þrjár mínútur af síðari hálfleik þegar forskot Fjölnis var komið niður í eitt mark, 17:16, eftir kraftmikla byrjun Hauka. Eftir átta mínútna leik var jafnt, 18:18. Það sem eftir var leiksins munaði aldrei meira en einu marki á liðunum en skildu síðan með skiptan hlut. Óðinn Freyr Heiðmarsson jafnaði metin fyrir Fjölni, 31:31.


Fjölnir situr í fimmta sæti með níu stig eftir níu leiki og hefur jafn mörg stig og Þór en liðin mætast á föstudagskvöldið í Dalhúsum í síðasta leik ársins í Grill 66-deild karla.


Haukar sitja í 9. sæti með fimm stig að loknum átta leikjum.


Staðan og næstu leiki í Grill 66-deild karla.

Mörk Fjölnis: Benedikt Marinó Herdísarson 5, Elvar Þór Ólafsson 5, Viktor Berg Grétarsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 4, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Björgvin Páll Rúnarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1.
Varin skot: Andri Hansen 7, Bergur Bjartmarsson 3.

Mörk Hauka U.: Ágúst Ingi Óskarsson 9, Gísli Rúnar Jóhannsson 7, Össur Haraldsson 6, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Birkir Snær Steinsson 3.
Varin skot: Steinar Logi Jónatansson 6, Viðar Logi Pétursson 1.

Flotta myndasyrpu Þorgils ljósmyndara Fjölnismanna er að finna á Facebooksíðu Fjölnis handbolta.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -