- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Skiptur hlutur í Gummersbach – sigur hjá Ými Erni

- Auglýsing -

Færeyski landsliðsmaðurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu, leikmaður THW Kiel, reyndist leikmönnum Gummersbach erfiður á lokakaflanum í viðureign liðanna í kvöld. Hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins og tryggði THW Kiel annað stigið, 25:25, í Schwalbe-Arena í Gummersbach.


Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í viðureigninni og Teitur Örn Einarsson eitt mark.

Gummersbach, sem er undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

Í harðri toppbaráttu er Gummersbach í fimmta sæti með 15 stig eftir 11 leiki, stigi á eftir Flensburg er hefur lokið níu leikjum.

Miro Schluroff var markahæstur hjá Gummersbach með fimm mörk. Eric Johansson skoraði sex mörk fyrir THW Kiel.


Ýmir Örn Gíslason og liðsfélagar í Göppingen lögðu HSG Wetzlar, 28:26, Buderus Arena Wetzlar. Tapið eykur enn á raunir Momir Ilic sem tók við Wetzlarliðinu í vor.

Ýmir Örn skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen-liðið sem vegnað hefur mun betur það sem af er leiktíðin en á síðasta keppnistímabili. Liðið er nú komið upp í sjöunda sæti með 12 stig. Að vísu hefur Göppingen leikið einu til tveimur leikjum meira en flest lið deildarinnar.

Ludvig Hallbäck var markahæstur hjá Göppingen með sjö mörk.

Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -