- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skiptur hlutur í upphafsleik Olísdeildar

Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valur og ÍBV skildu jöfn í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Kári Kristján Kristjánsson skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiksins sem reyndist þess valdandi að liðin skildu með skiptan hlut. Áður hafði Valur skorði fjögur mörk í röð og náð forystu í fyrsta sinn í viðureigninni, 31:30.

ÍBV var með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi. M.a. var þriggja marka munur að loknum fyrri hálfleik, 19:16.
Því miður átti handbolti.is ekki þess kost að vera á leiknum af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Verður því vísað í umfjöllun Vísis fyrir þá sem vilja fá ítarlegri frásögn.

„Þetta eru vonbrigði. Við vorum í bílstjórasætinu í sextíu mínútur og með leikinn svolítið í okkar höndum,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV í samtali við Vísir um úrslit leiksins.

„Ef maður lítur yfir allan leikinn þá vorum við eiginlega alltaf að elta og vorum bara ekki góðir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals við Vísir í leikslok. Valsmenn halda í fyrramálið til Króatíu þar sem þeir leika á laugardaginn síðari leikinn við RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Mörk Vals: Bjarni Selvindi 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 5, Kristófer Máni Jónasson 5, Ísak Gústafsson 4/1, Róbert Aron Hostert 3, Viktor Sigurðsson 2, Miodrag Corsovic 2, Daníel Örn Guðmundsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12/1, 27,9%.

Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 7, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5/2, Dagur Arnarsson 4, Daniel Esteves Vieira 4, Elís Þór Aðalsteinsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 13/1, 29,5%.

Ítarlegri tölfræði hjá HBStatz.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -