- Auglýsing -
Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk í átta skotum þegar Porto vann Avanca Bioria Bondalti, 46:30, á heimavelli í gærkvöld. Með sigrinum skaust Porto a.m.k. um skeið í efsta sæti portúgölsku 1. deildarinnar með 19 stig í sjö leikjum.
Þorsteinn Leó og félagar eru væntanlegir til Íslands eftir helgina hvar þeir mæta Fram í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í Lambhagahöllinni á þriðjudag. Flautað verður til leiks klukkan 18.45.