- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoraði tug marka í annað sinn á nokkrum dögum

Ómar Ingi Magnússon er listamaður á handknattleiksvellinum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í annað sinn á fáeinum dögum skoraði Ómar Ingi Magnússon 10 mörk fyrir þýska meistaraliðið SC Magdeburg í tveggja marka sigri á HSV Hamburg, 30:28, í Hamborg í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ómar átti 12 markskot í leiknum, þrjú þeirra voru vítaköst.

  • Einnig gaf Ómar Ingi fjórar stoðsendingar.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig afar vel með meisturunum og skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar.
  • Ómar Ingi skoraði einnig 10 mörk á fimmtudagskvöldið í sigurleik Magdeburg í Meistaradeild Evrópu.
  • Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk í fjögurra marka sigri Flensburg á heimavelli á Stuttgart, 29:25.
  • Elliði Snær Viðarsson skorað fjögur mörk og Hákon Daði Styrmisson þrjú í naumu tapi nýliðanna í Gummersbach til THW Kiel í dag, 31:28. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14. Elliða Snær var tvisvar vísað af leikvelli enda ekki vanur að gefa þumlung eftir. Eins varði hann þrjú skot. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer í sigri á Göppingen á heimavelli, 28:26. Raunir Göppingenmanna aukast þar með enn en liðið hefur alls ekki náð sér á strik á tímabilinu.
  • Erlangen tapaði fyrir Lemgo, 34:27, á heimavelli Lemgo í dag. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -