- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoruðu 22 mörk í síðari hálfleik – Bjarki Már og Veszprém í efsta sæti

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norska meistaraliðið Kolstad með Sigvalda Björn Guðjónsson landsliðsmann innanborðs fór á kostum og skoraði 22 mörk í síðari hálfleik á heimavelli í kvöld. Markasúpan lagði grunn að fimm marka sigri á franska stórliðinu PSG, 36:31, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. Kolstad hefur nú tekið við öðru sætinu en Parísarliðið verður að láta þriðja sætið gott heita, alltént fram að næstu umferð.


Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í fjórum skotum í leiknum sem fram fór í Trondheim Spektrum. Magnus Rød var frábær í leiknum. Hann skoraði 12 mörk í 14 skotum og vissu varnarmenn PSG ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Fengu þeir ekki við neitt ráðið við norska landsliðsmanninn í þessum ham. Simen Lyse skoraði sex mörk og Sander Sagosen fimm.

Pólverjinn Kamil Syprzak og franski landsliðsmaðurinn Elohim Prandi skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG og Luc Stein skoraði fimm sinnum.

Tylltu sér í efsta sætið

Bjarki Már Elísson og samherjar í Telekom Veszprém tylltu sér á topp B-riðils í framhaldi af sjö marka sigri, 40:33, á Celje Lasko í Slóveníu í kvöld. Veszprém er með 12 stig eftir sjö leiki og er tveimur stigum fyrir ofan Barcelona sem á leik við Wisla Plock á morgun.

Bjarki Már skoraði þrjú mörk og bilaði ekki eitt markskot hjá honum að þessu sinni. Félagi Bjarka, Hugo Descat sem einnig leikur í vinstra horni, skoraði átta mörk og Ludovic Fabregas skoraði fimm mörk. Tim Cokan skoraði sjö mörk fyrir slóvensku meistarana og var þeirra markahæstur.

Montpellier vann Porto með talsverðum yfirburðum, 35:24, í Montpellier í kvöld en liðin eiga sæti í B-riðli Meistaradeildar.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -