- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoruðu báðar í fyrsta landsleiknum

Inga Dís Jóhannsdóttir lék sinn fyrsta landsleik á Ásvöllum í gær. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Inga Dís Jóhannsdóttir og Alexandra Líf Arnarsdóttir, leikmenn Hauka, léku sína fyrstu A-landsleiki í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann ísraelska landsliðið öðru sinni í umspilsleik vegna heimsmeistaramótsins. Þær létu ekki þar við sitja heldur skoruðu einnig sín fyrstu mörk fyrir landsliðið.


Inga Dís skoraði tvö mörk í leiknum. Fyrra markið skoraði hún eftir hraðaupphlaup á 37. mínútu. Markið kom Íslandi í sjö marka forskot, 20:13.

Alexandra Líf, sem kom inn í landsliðið fyrir síðari viðureignina, lék í vörn og sókn síðustu mínútur leiksins og skoraði 29. markið, 29:21. Þá voru liðlega þrjár mínútur til leiksloka og íslenska liðið átti eftir að bæta við tveimur mörkum áður en leiktíminn var enda.

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Fyrsta markið síðan á HM

Sandra Erlingsdóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið síðan á HM 2023 er hún kom liðinu í átta marka forskot liðlega átta mínútum fyrir leikslok í gær, 26:18. Sandra var atkvæðamesti leikmaður íslenska landsliðsins á HM 2023.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -