- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoruðu ekki mark síðustu 11 mínúturnar

Áki Egilsnes er á leið til EHV Aue í Þýskalandi. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þórsarar skoruðu ekki mark ellefu síðustu mínúturnar af viðureigninni við KA í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og fengu þeir að súpa seyðið af því þegar leikurinn var gerður upp með tveggja marka sigri KA, 21:19. KA-menn skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og fögnuðu öðru sigri sínum í röð á fáeinum dögum gegn Þór í Höllinni á Akureyri en liðin áttust þar einnig við í Coca Cola-bikarnum á dögunum.


Þórsliðið byrjaði leikinn afar vel í dag og var með frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik þótt KA tækist að jafna metin áður en leiktíminn var úti. Seinni hálfleikur var jafnari og sjaldan munaði meira en einu marki á annan hvorn veginn. Sóknarleikurinn fór hinsvegar algjörlega í baklás hjá Þórsurum á lokakaflanum.


KA er þar með komið upp í þriðja sæti deildarinnar, hefur nú 14 stig eftir 11 leiki og er aðeins tveimur stigum á eftir toppliði FH sem einnig hefur leikið ellefu sinnum. Haukar eru í þriðja sæti með 15 stig en eiga tvo leiki á FH og KA.


Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 6/2, Þórður Ágústssonn 5, Gísli Jörgen Gíslason 4, Valþór Atli Guðrúnarson 2, Kaolis Stropus 2.
Varin skot: Jovan Kukobat 14, 40%.
Mörk KA: Áki Egilsnes 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5/3, Andri Snær Stefánsson 3, Patrekur Stefánsson 2, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Sigþór Gunnar Jónsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1, Allan Norðberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 12, 38,7%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -