- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoruðu fjögur síðustu mörkin og fengu fyrsta vinninginn

Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með átta mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Margrét Einarsdóttir er til varnar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Með frábærum endaspretti tryggði KA/Þór sér sigur á Haukum í fyrstu viðureign liðanna í 1. umferð úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld, 30:27.


Haukar skoruðu ekki mark síðustu níu mínútur leiksins eða eftir að Sara Odden kom liðinu yfir, 27:26. KA/Þórsliðið skoraði fjögur síðustu mörkin og vann þótt deila megi um hversu sanngjarn sigurinn var. Að því er hinsvegar ekki spurt fremur en fyrri daginn.


Leikmönnum Hauka brást m.a. bogalistin í tveimur vítaköstum á síðustu mínútunum og slíkt er dýrt í jöfnum leikjum þar sem sigurvegarinn hirðir allan vinninginn.

Hin hálf íslenska en færeyska landsliðskona, Natasja Hammer, var atkvæðamikil hjá Haukum í kvöld og skoraði sex mörk. Hér er hún í kapphlaupi við Rut Arnfjörð Jónsdóttur. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Haukar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Annars skiptust liðin á um að vera með yfirhöndina frá upphafi og þangað til í blálokin.


Næsta viðureign liðanna verður á Ásvöllum á sunnudaginn og verður flautað til leiks klukkan 14.30. Þá verða Haukar að vinna til þess að komast í oddaleik.


Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 8, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 5, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Martha Hermannsdóttir 2/2, Aldís Ásta Heimisdóttir 2.
Varin skot: Sunna Guðrún Pétursdóttir 7, 25% – Matea Lonac 1, 14,3%.

Kátar að leikslokum, Martha Hermannsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson



Mörk Hauka: Natsja Hammer 6, Berta Rut Harðardóttir 4, Birta Lind Jóhannsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Sara Odden 3, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Rakel Sigurðardóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 10/1, 25%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -