- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skrautfjöðrum fjölgar í hatti Anitu Görbicz

Anita Görbicz kyssir bikarinn þegar hún vann Meistaradeild Evrópu í fimmta sinn á ferlinum með Györi vorið 2019. Hún hættir keppni eftir einstakan ferlil að loknum úrslitaleik Meistaradeildarinnar í lok þessa mánaðar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fyrir tæpum 20 árum síðan steig fram á sjónarsviðið ung og efnileg handknattleikskona frá Ungverjalandi að nafni Anita Görbicz þegar hún spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild kvenna, aðeins sautján ára gömul. Hún skoraði fjögur mörk í þessum fyrsta leik sínum. Nú 20 árum síðar hefur hún spilað um 200 Evrópuleiki og náð mögnuðum árangri en þessi 37 ára handknattleikskona hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum. Um síðustu helgi bætti hún enn einni skrautfjöðrinni við sig þegar hún rauf 1.000 marka múrinn þegar lið hennar Györ mætti danska liðinu Odense. Þessi magnaða handknattleikskona var í viðtali á heimasíðu EHF, eurohandball.com á dögunum.

Sérfræðingur handbolta.is í alþjóðlegum kvennahandbolta snaraði viðtalinu sem er hér fyrir neðan.

Þú spilaðir þinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir tuttugu árum síðan, hvað hefur þú lært á þessum árum?

Ég hef öðlast gríðarlega reynslu og á margar góðar minningar. Eins og saga Györ sýnir þá höfum við náð árangri með því að læra af mistökum okkar og þróa okkar leik. Frá árinu 2013 höfum við átt mikilli velgengni að fagna og ég er mjög stolt af því að vera hluti af þessu sögufræga liði.

Hver eru þín bestu og verstu augnablik á þessum 20 árum í Meistaradeild kvenna?

Eftir svona mörg ár er erfitt að benda á eitthvað eitt augnablik það eru svo margar minningar og auðvita eru það sigrarnir sem standa uppúr. Augnablikið þegar ég lyfti fyrsta bikar félagsins og mínum í leiðinni á afmælisdegi mínum er mér enn minnistætt. Sigurtilfinningin verður aldrei leiðinleg þannig að hinir fjórir titlanir mínir eru mér einnig mjög minnistæðir. En það er líka eðlilegt að það komi líka upp leiðinleg atvik á svona löngum tíma eins og t.d. að tapa úrslitaleikjum. Ég held að mér hafi tekist að læra af þessum leiðinlegu augnablikum. Ég þurfti þessar minningar til þess að verða sú sem ég er núna og félagið einnig svo það verði besta kvennalið heims.

Margir leikmenn hafa alist upp við að horfa á þig sem þeirra fyrirmynd. Hvað þýðir það fyrir þig að svo margir líti upp til þín?

Það er mikill heiður og ég er mjög ánægð með það en hins vegar er það ekki ástæða þess að ég byrjaði að spila handbolta. Það sem ég er stoltust af er að ég hef náð að deila minni þekkingu og reynslu til yngri leikmanna liðsins. Það koma alltaf nýir leikmenn í liðið sem ég get miðlað einhverju nýju til og ég er glöð með að þær hafi hlustað á mig. Það gleður mig líka að margir af mínum andstæðingum hafa lýst því yfir að ég sé þeirra fyrirmynd.

Nú hefur þú skoraði yfir 1.000 mörk í Meistaradeildinni, manstu ennþá eftir fyrsta markinu þínu?

Í hreinskilni sagt þá geri ég það ekki. Markið hefur alveg þurrkast út á öllum þessum tíma.

Eftir þessi 1.000 mörk finnst þér andsæðingar þínir hafa séð alla þína skottækni?

Andstæðingar mínir þekkja mig mjög vel það er staðreynd. En í öllum íþróttum nú til dags getur þú greint allar hreyfingar leikmanna með videótækni. Þú þarft ekki alltaf að sýna eitthvað nýtt en þú þarft að finna bestu möguleikana og gera þitt besta. Enginn er fullkominn og allir gera mistök og ég er þar með talin. En ég reyni að vera ekki fyrirsjáanleg fyrir markmenn og reyni að skora meira og meira.

Hvað myndi Anita Görbicz í dag segja við hina ungu Anitu Görbicz fyrir 20 árum síðan?

Að þolinmæði væri mikilvægust og að litlir hlutir geta oft ráðið framtíðinni. Þú þarft að hafa sjálfstraust og festast ekki of mikið í mistökunum sem þú gerir á leiðinni. Þau koma til með að hjálpa þér því það er enginn sem fæðist sigurvegari. Þú þarft að ganga í gegnum tapleiki og með þolinmæði að vopni muntu ná á toppinn.

Hvernig sérðu lífið eftir að leikmannaferlinum lýkur?

Ég hef ekki enn sett mér einhver sérstök markmið en fjölskyldan er mér mikilvæg. Ég mun reyna að eyða sem mestum tíma með, Boldizsár, syni mínum. Ég hef ekki leitt hugann að því að fara út í þjálfun en ég veit að dyrnar munu alltaf vera opnar hjá Györ og það er góð tilfinning.

Anita Görbicz fagnar marki í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2019. Mynd/EPA

Hvað hefur breyst í handboltanum á þessum 20 árum?

Nánast allt hefur breyst, leikurinn er mun hraðari og leikmenn eru fjölhæfari. Á árum áður var miklu meira um það að leikmenn voru bara fastir í einni stöðu en núna eru flest allir leikmenn mun fjölhæfari og geta spilað í mörgum stöðum á vellinum.

Hvaða ráð myndir þú gefa ungum leikmönnum sem dreymir um að spila í Meistaradeildinni einn daginn?

Það er allra mikilvægast að vera þolinmóður og auðmjúkur. Þú þarft að vera tilbúinn að fórna miklu til þess að verða bestur. En þú ert ekki einn, liðsfélagar þínir þurfa að stefna í sömu átt því án þeirra muntu aldrei ná draumum þínum.

Þú hefur verið í Györ allan ferilinn þinn, hvaða þýðingu hefur félagið fyrir þig?

Györ er bærinn minn og félagið er eins og fjölskyldan mín. Ég ólst upp hér og lærði allt sem ég kann í handbolta. Það hefur gert mig að þeirri sem ég er í dag og ég er þakklát félaginu fyrir það og stolt af því sem við höfum afrekað saman.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tók saman má sjá nokkur af þessum 1.000 mörkum sem Anita Görbicz hefur skorað í Meistaradeild Evrópu í gegnum tíðina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -