- Auglýsing -
Á dögunum skrifaði hin 16 ára gamla Ísabella Jórunn Müller undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ísabella hefur undanfarin misseri verið í landsliðshópum yngri landsliða Íslands. Hún er fjölhæfur leikmaður og getur leikið jafnt sem miðjumaður og í horni.
„Ísabella er ein fjölmargra efnilegra stúlkna sem eru að koma út yngri flokka starfi FH. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og við hlökkum að sjá hana taka næstu skref og blómsta á næstu árum,” segir Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningunni.
- Auglýsing -