0
„Ég er virkilega stolt af liðinu,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona í handknattleik sem var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk í sigurleiknum góða á Pólverjum í Lambhagahöllinni í kvöld í hreint rífandi góðri stemningu, 30:24. Íslenska liðið var með tögl og hagldir frá upphafi til enda og lék einn sinn besta leik um árabil.
Elín Klara tætti vörn Pólverja sundur hvað eftir annað svo varnarmennirnir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.
„Við skulduðum frammistöðu gegn pólska liðinu eftir síðasta leik. Það var ógeðslega sætt að ná þessum leik á heimavelli og vinna svona sannfærandi,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir
Lengra myndskeiðsviðtal er við Elínu Klöru efst í greininni.
Liðin mætast á ný í Sethöllinni á Selfossi klukkan 16 á morgun, laugardag.
Sjá einnig:
Vorum við ákveðnar í að sýna okkar rétta andlit
Stórbrotin frammistaða þegar Pólverjar voru grátt leiknir – myndir
Besti leikur sem við höfum spilað um langt skeið