- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slógum vopnin úr þeirra höndum strax í upphafi

Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar marki í leiknum við Slóvena. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það er alltaf erfitt að sofna eftir svona leiki en maður var þeim mun glaðari þegar svefninn tók yfir,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli upp úr hádeginu í dag, fjórtán tímum eftir að Gísli og félagar lögðu Slóvena, 23:18, í síðasta leik riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Þeir tryggði sér þar með langþráðan sigur í riðlinum en íslenska landsliðið hefur ekki náð þeim áfanga á HM í 14 ár.

Hleyptum þeim aldrei upp á dekk

Gísli Þorgeir var ekki aðeins ánægður með sigurinn heldur var hann sáttur við hvernig liðið vann leikinn. Það hélt dampi frá upphafi til enda og gaf Slóvenum aldrei möguleikann á að komast á bragðið.

„Við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn með kæruleysislegum töpuðum boltum. Allan tímann var gríðarlegur baráttuvilji. Um leið var ótrúlegt að upplifa andann í liðinu, allir voru svo tilbúnir í þessa orrustu frá fyrstu mínútu. Við ætluðum að gefa allt í leikinn og gerðum það,“ segir Gísli Þorgeir og bætir við.

„Leikurinn var vel upp settir. Við slógum vopnin úr þeirra höndum frá upphafi, vorum að pönkast í þeim allan tímann. Mér fannst við agressívir og þéttir og án allra heimskubrota.“

Syrpa mynda af einum viðskiptum Gísla Þorgeirs og heljarmennisins í slóvenska liðinu, Blaz Blagotinsek.

Gísli Þorgeir segir ennfremur að þrátt fyrir að margt hafi gengið vel í sóknarleiknum hafi nýting færa ekki verið sem skildi auk þess sem á kafla hafi liðið tapaði boltanum nokkrum sinnum klaufalega. Það hafi hinsvegar ekki komið að sök.


Framundan er leikur við Egypta í milliriðlakeppni HM annað kvöld klukkan 19.30. Gísli Þorgeir segist bera mikla virðingu fyrir egypska liðinu sem sé vel mannað, skipulagt og með öflugan þjálfara.

Komnir í dauðafæri

Spurður um möguleikana segir Gísli Þorgeir. „Við erum komnir í dauðafæri við átta liða úrslit. Slíkt tækifæri megum við ekki láta renna okkur úr greipum.“

Lengra viðtal við Gísla Þorgeir er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.

A-landslið karla – fréttasíða

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -