- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Slóvenar fóru illa með Kúbumenn

Kúbumaðurinn Dariel Garcia sækir að vörn Slóvena í leiknum í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenar kjöldrógu Kúbumenn, 41:19, í fyrri leik dagsins í G-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Zagreb Arena í kvöld. Kúbumenn voru afar daprir að þessu sinni og lögðu nánast niður vopnin strax í upphafi í fyrsta leik sínum í lokakeppni HM í 16 ár. Reyndar vann landslið Kúbu sér eitt sinn inn þátttökurétt á HM fyrir nokkrum árum en gaf hann frá sér sökum fjárhagserfiðleika.

Staðan í hálfleik í Zagreb Arena var 18:9, Slóveníu í hag.


Íslenska landsliðið mætir Kúbumönnum á laugardagskvöld og Slóvenum á mánudaginn.

Óhætt er að segja að Slóvenar hafi leikið af fullum þrótti frá upphafi til enda þótt Uroš Zorman þjálfari hafi dreift álaginu vel á milli leikmanna sinni. Alls skoruðu 13 af 14 útileikmönnum Slóvena a.m.k. einu sinni.

Aleks Vlah skoraði átta mörk og var markahæstur hjá Slóvenum. Tadej Kljun var næstur með sex mörk. Dariel Garcia Rivera var markahæstur í liði Kúbu með fjögur mörk.

Markverðir liðsins áttu skiljanlega erfitt uppdráttar meðan kollegar þeirra í slóvenska markinu fóru á kostum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -