Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í pólska meistaraliðinu Vive Kilece sluppu fyrir horn og með eitt stig úr heimsókn sinni til Porto í sjöttu umferð Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld, 32:32.
Porto-liðið var sterkara lengst af en þegar kom fram á síðustu augnablik leiksins þá átti Sigvaldi og félagar möguleika á að tryggja sér bæði stigin en allt kom fyrir ekki. Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn Alfredo Quintana reyndist liðinu dýrmætur. Hann varði tvö skot undir lokin, þar á meðal vítakast frá Sigvalda Birni. Myndskeið af því er að finna hér fyrir neðan.
Eftir fjóra sigurleiki í röð gerði Kielce sitt fyrsta jafntefli í Meistaradeildinni á leiktíðinni.
Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk eins og Alex Dujshebaev. Igor Karacic var markahæstur hjá Kielce með fimm mörk.
Miguel Soares skoraði níu mörk fyrir Porto.
Staðan í A-riðli, stig og leikir innan sviga:
Vive Kielce 9(6), Flensburg 8(5), Porto 6(6), Meshkov Brest 6(5), Vardar 3(3), PSG 2(4), Elverum 2(4), Szeged 0(3).