Elvar Örn Jónsson átti afbragðsgóðan leik í kvöld þegar Skjern lagði Fredericia á heimavelli, 36:30, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla. Leikmenn Skjern voru tveimur mörkum undir í hálfleik, 19:17.
Þeir hinsvegar tóku á honum stóra sínum í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn, og skoruðu 19 mörk og fengu aðeins á sig 11. Tókst Skjern-mönnum að slá öll vopn úr höndum gesta sinna svo ekki stóð orðið steinn yfir steini í leik þeirra.
Hinn nýbakaði faðir, Elvar Örn, skoraði fimm mörk í átta markskotum auk þess að eiga þrjár stoðsendingar.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Aalborg 25(15), GOG 24(14), Holstebro 22(15), Bjerringbro/Silkeborg 19(15), Skjern 19(16), SönderjyskE 17(15), KIF Kolding 15(15), Fredericia 14(15), Mors-Thy 13(15), Århus 12(15), Ribe-Esbjerg 9(15), TMS Ringsted 3(14), Lemvig 2(15).