U19 ára landslið Íslands í handknattleikk vann jafnaldra sína í egypska landsliðinu með fimm marka mun í 1. umferð Sparkassen cup handknattleiksmótsins í Merzig í kvöld, 32:27. Egyptar voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:12, og náðu mest sex marka forskoti, 12:6.
Um leið og íslensku piltarnir höfðu stillt saman strengi sína var ekki að sökum að spyrja. Þeir sneru taflinu við í síðari hálfleik. Þá skipti íslenska liðið í 5/1 vörn og sneri þar með vörn i sókn. Egyptar lentu í miklum vandræðum með sóknarleikinn, íslensku piltarnar gengu á lagið og röðuðu inn mörkum úr hraðupphlaupum. Eftir þetta jafnaðist leikurinn en íslenska liðið hélt frumkvæðinu og hafði eins til tveggja marka forystu. Undir lokin gáfu Egyptar eftir þegar þeim varð fullljóst að við ofurefli var að etja.
Hrósa verður strákunum fyrir að leggja ekki árar í bát. Þeir hertu róðurinn við mótlætið og sýndu hvers þeir eru megnugir. Frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Vaskleg framganga og baráttugleði vakti aðdáun margra áhorfenda í keppnishöllinni í Merzig.
Mörk Íslands: Kjartan Þór Júlíusson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Reynir Þór Stefánsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Eiður Rafn Valsson 4, Birkir Snær Steinsson 2, Elmar Erlingsson 1, Sæþór Atlason 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 7, Ísak Steinsson 7.
Á morgun spilar íslenska liðið tvo leiki. Fyrri viðureignin verður gegn landsliði Sviss kl.13.00 og sú síðari á móti úrvalsliði Saar kl. 18.20.
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins gegn vægu gjaldi á eftirfarandi slóð:
https://solidsport.com/sparkassencup-merzig
Hér má finna keppnishópinn: