- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Snorri Steinn er eftirsóttur um þessar mundir

Snorri Steinn Guðjónsson fyrrverandi þjálfari Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Danski blaðamaðurinn Oliver Preben Jørgensen hefur eftir Kasper Jørgensen framkvæmdastjóra danska meistaraliðsins GOG að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals um starf þjálfara GOG. Félagið skyggnist eftir þjálfara sem gæti tekið við þjálfun liðs GOG í sumar þegar Nicolej Krickau flytur sig yfir landamærin til Flensborgar.


Til viðbótar þá liggur á borðinu samningur á milli HSÍ og Snorra Steins sem aðeins á eftir að undirrita, samkvæmt heimildum handbolta.is.

„Snorri er á lista hjá okkur. Á honum er einnig að finna Dani. Ég hef talað við Snorra. Hann er spennandi kostur,“ er haft eftir Jørgensen í áðurnefndu tísti. Snorri Steinn lék með GOG fra 2007 til 2009 og aftur frá 2012 til 2014. Heimildarmaður handbolta.is sagði í kvöld að virkt samtal væri á milli Snorra Steins og GOG.

Allir endar hnýttir á milli HSÍ og Snorra

Heimildir handbolta.is herma að samkomulag liggi fyrir milli HSÍ og Snorra Steins sem bíði þess eins að verða undirritað. Allir endar hafa verið hnýttir á milli HSÍ og Snorra Steins. Annar heimildarmaður segir að beðið verði með að tilkynna um ráðninguna þangað til samkomulag hefur náðst við aðstoðarþjálfara.

Strax eftir helgi

Ef ekki kemur babb í bátinn um helgina þá standa vonir til þess að tilkynnt verði um ráðningu Snorra Steins í starf landsliðsþjálfara á mánudaginn, í allra síðasta lagi á þriðjudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -