Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 16 leikmenn sem hann ætlar að tefla fram í Laugardalshöll í kvöld gegn Bosníu í fyrstu umferð undankeppni EM 2026. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Utan hóps verða Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad, og Birgir Már Birgisson, FH.
Sveinn Jóhannsson er í hópnum sem tekur þátt í leiknum í kvöld. Sveinn lék síðast landsleik 2. maí 2021 gegn Litáen á Ásvöllum í undankeppni EM 2022.
Örfáir miðar eru eftir í sölu en miðasalan er á Tix.is.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur, 271/24.
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock, 58/1.
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen, 98/100.
Bjarki Már Elísson, Veszprém, 116/397.
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK, 12/4.
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen, 77/180.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg, 61/138.
Haukur Þrastarson, Dinamo Bucaresti, 33/47.
Janus Daði Smárason, Pick Szeged, 84/132.
Óðinn Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen, 40/122.
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, 86/305.
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting, 14/32.
Sveinn Jóhannsson, Kolstad, 12/24.
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto, 3/1.
Viggó Kristjánsson, Leipzig, 57/163.
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen, 90/36.
Viðureign Íslands og Bosníu hefst í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19.30. Þeir sem ekki komast í Laugardalshöllina geta fylgst með útsendingu RÚV frá leiknum eða textalýsingu handbolti.is.
Hér hægt að skoða leikskrá leiksins í PDF-útgáfu.
A-landslið karla – fréttasíða.