- Auglýsing -
- Auglýsing -

Soffía fer í meistaranám til Danmerkur – verður ekki með nýliðunum

Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Soffía Steingrímsdóttir markvörður Gróttu leikur ekkert með nýliðum Olísdeildar kvenna á næsta keppnistímabili. Hún hefur meistaranám í verkfræði við danskan háskóla í haust. Soffía staðfesti áætlanir sínar við handbolta.is í dag.

„Ég er þó enn að æfa með liðinu og stefni á að halda því áfram þangað til að ég fer út. Sömuleiðis ætla ég að reyna að vera dugleg að koma í heimsókn heim og æfa þá áfram með liðinu þegar ég er heima,“ sagði Soffía við handbolta.is.

Grótta vann sér sæti í Olísdeildinni í vor með því að leggja Aftureldingu í fimm leikja umspili. Ljóst er að forsvarsemenn liðsins leita að markverði til þess að standa vaktina með Önnu Karólínu Ingadóttur markverði 20 ára landsliðsins sem er að hefja sitt annað tímabil með Gróttuliðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -