- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikurinn var á pari – íslenska liðið fékk á sig færri mörk

Íslenska landsliðið fékk á sig færri mörk á EM stundum áður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið skoraði 28,7 mörk að jafnaði í leik á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem er nýlokið í Ungverjalandi og Slóavíku. Það er á pari við meðaltal landsliðsins á síðustu Evrópumótum en það tók nú þátt í 12. skipti í röð. Hinsvegar fékk liðið á sig 26,5 mörk í leik á mótinu nú sem er tveimur mörkum undir meðaltali við frá árinu 2000 sem er 28,7 mörk.


Hér fyrir neðan er meðaltal skoraðra marka og meðaltal marka fengin á sig frá 2000.

2000:24,5 – 27.
2002:27,6 – 26,1.
2004:29 – 32.
2006:31,7 – 31,8.
2008:26,2 – 28,7.
2010:31,1 – 30.
2012:29,5 – 29,7.
2014:28,4 – 28,4.
2016:30,7 – 33,7.
2018:24,7 – 27,3.
2020:27,7 – 27,7.
2022:28,7 – 26,5.
Meðaltal:28,4 – 28,6
Samanlagt:2.017 – 2.036.

Í 71 leik Íslands á EM karla hafa 30 unnist, jafntefli hefur orðið niðurstaðan í átta leikjum og 33 tapast.
81 leikmaður hefur leikið fyrir Íslands hönd á EM. Af þeim hafa 65 skorað a.m.k. eitt mark.

25 markahæstu leikmenn Íslands á EM 2000 – 2022:

Guðjón Valur Sigurðsson288
Ólafur Stefánsson184
Snorri Steinn Guðjónsson143
Aron Pálmarsson125
Alexander Petersson111
Róbert Gunnarsson106
Arnór Atlason89
Ásgeir Örn Hallgrímsson63
Ómar Ingi Magnússon62
Patrekur Jóhannesson57
Bjarki Már Elísson51
Sigfús Sigurðsson44
Sigvaldi Björn Guðjónsson44
Ólafur Andrés Guðmundsson44
Rúnar Kárason41
Valdimar Grímsson41
Arnór Þór Gunnarsson37
Janus Daði Smárason35
Vignir Svavarsson35
Þórir Ólafsson31
Kári Kristján Kristjánsson30
Dagur Sigurðsson28
Einar Örn Jónsson28
Viggó Kristjánsson25
Gústaf Bjarnason23
Elvar Örn Jónsson skoraði tvö þúsundasta EM markið gegn Noregi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Elvar skoraði tímamótamark

Elvar Örn Jónsson skoraði 2.000 mark íslenska landsliðsins í lokakeppni EM þegar hann gerði 16. markið gegn Noregi í leiknum um 5. sætið. Minnkaði hann muninn í 17:16 þegar 34 mínútur og 31 sekúnda var liðin af leiknum.


Tólf ár eru liðin síðan Ólafur Stefánsson skoraði 1.000. EM markið þegar hann jafnaði metin, 6:6, gegn Frökkum í undanúrslitum á EM 2010 í Vínarborg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -