- Auglýsing -
„Það er margt sem við gátum gert betur,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik eftir tveggja marka tap fyrir færeyska landsliðinu, 24:22, í fystu umferð undankeppni EM kvenna í Lambhagahöllinni í kvöld.
„Í fyrri hálfleik voru mörg færi sem við nýttum ekki en á sama tíma vorum við að standa ágæta vörn. Sóknarleikurinn var hinsvegar í brasi allan leikinn. Það er eitthvað sem við verðum að læra af,“ sagði Arnar en lengra viðtal er við hann í myndskeiði hér fyrir neðan.
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppninni verður gegn Portúgal ytra á sunnudaginn kl. 16.