- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sóknarleikurinn var stórkostlegur í 60 mínútur

Einar Jónsson þjálfari Fram hvetur sína menn til dáða. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Sóknarleikur okkar var stórkostlegur í 60 mínútur. Markverðir Hauka héldu liðinu inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að skorað að minnst kosti 20 mörk í fyrri hálfleik ef markverðir Hauka hefðu ekki varið eins vel og þeir gerðu,“ sagði Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram eldhress við handbolta.is í kvöld að loknum, 37:34, sigri á Haukum í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik.

Framarar skoruðu 21 mark í síðari hálfleik. Þeim héldu engin bönd. Með sigrinum færðist Fram upp í annað sæti Olísdeildar með sex stig eftir þrjár sigurleiki í röð.

„Við erum hægt og bitandi á réttri leið. Gauti var frábær í fyrri hálfleik í dag, Reynir Þór setti upp sýningu í síðari hálfleik og Rúnar mjög góður allan leikinn. Þeir eiga það sammerkt að vera mjög góðir sóknarmenn svo að við eigum það alveg til að leika svona frábæran sóknarleik eins og við gerðum í kvöld. Fleiri fóru á kostum,“ bætti Einar við og undirstrikaði að Framarar væru af yfirvegun að vinna í framförum liðsins og tækju þar af leiðandi leikjum sem þessum af stóiskri ró.

Reynir Þór stjórnaði flugeldasýningu Framara í síðari hálfleik

Þegar vörnin er ekki fyrir hendi þá er ekki hægt að vinna

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

Olísdeild karla – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -