- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Solberg skellti í lás gegn Ungverjum – Stórleikur Dana í fyrri hálfleik

Þórir Hergeirsson sigursælasti landsliðsþjálfari handknattleikssögunnar er sextugur í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekkert fær stöðvað Evrópumeistara Noregs á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Slóveníu. Norska meistaraliðið tók Ungverja í karphúsið í síðari hálfleik í kvöld og vann með tíu marka mun, 32:22, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, fer þar með eitt liða áfram með fjögur stig í milliriðil eitt og situr yfir á fyrsta leikdegi á fimmtudag. Króatar fylgja með tvö stig en Ungverjar byrja með tvær hendur tómar, ef svo má segja.


Silje Solberg fór hamförum í norska markinu í leiknum og var með nærri 50% markvörslu. Frammistaða hennar var hreinlega stórbrotin.

Henny Reistad hefur verið óstöðvandi til þessa með norska landsliðinu á EM. Mynd/EPA


Mörk Noregs: Vilde Ingstad 8, Stine Oftedal 5, Henny Ella Reistad 5, Nora Mørk 4, Kristine Breistøl 2, Sunniva Næs 2, Malin Larsen 2, Maren Aardahl 1, Stine Skogrand 1, Kristina Novak 1, Anniken Wollik 1.
Varin skot: Silje Solberg 21, 49%.
Mörk Ungverjalands: Katrin Klujber 6, Csenge Kuczora 4, Greta Marton 3, Petra Vamos 3, Viktoria Lukacs 2, Petra Tovizi 1, Melinda Szikora 1, Kinga Debreczeni 1, Greta Kacsor 1.
Varin skot: Melinda Szikora 7,21% – Zsofia Szemerey 0.

Skoruðu fimm í fyrri hálfleik

Danir fara áfram með tvö stig úr B-riðli eins og Svíar og Slóvenar. Danir léku við hver sinn fingur í fyrri hálfleik gegn Svíum í kvöld og voru með átta marka forskot að honum loknum, 13:5. Sandra Toft markvörður var með 60% markvörslu í danska markinu og Svíar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið.

Þær sænsku hertu upp hugann í síðari hálfleik en tókst aldrei að ógna dönskum sigri sem var aðeins upp á tvö mörk þegar öllu var á botninn hvolft, 25:23.


Mörk Danmerkur: Emma Cecilie Friis 9, Mette Tranborg 4, Trine Østergaard 4, Mie Højlund 3, Kathrine Heindahl 2, Kristina Jørgensen 1, Anne Mette Hansen 1.
Varin skot: Sandra Toft 15, 44% – Althea Reinhardt 0.
Mörk Svíþjóðar: Tyra Axner 9, Elin Hansson 6, Jamina Roberts 2, Emma Lindqvist 2, Nathalie Hagman 1, Kristin Thorleifsdottir 1, Carin Stromberg 1, Linn Blohm 1.
Varin skot: Jessica Ryde 7, 27% – Johanna Bundsen 6, 50%.

Lokastaðan í A-riðli:

Noregur3300103 – 666
Króatía311170 – 763
Ungverjaland310273 – 812
Sviss301275 – 971

Lokastaðan í B-riðli:

Svíþjóð320183 – 684
Danmörk320185 – 724
Slóvenía320177 – 834
Serbía300366 – 880


Staðan í milliriðli 1:

Noregur220064 – 454
Svíþjóð210156 – 472
Danmörk210151 – 512
Króatía210144 – 502
Slóvenía210150 – 592
Ungverjaland200240 – 530
Leikir í milliriðli 1
10. nóvember:
Ungverjaland - Danmörk.
Króatía - Slóvenía.
12. nóvember:
Noregur - Svíþjóð.
Króatía - Danmörk.
14. nóvember:
Ungverjaland - Svíþjóð.
Noregur - Slóvenía.
16. nóvember:
Noregur - Danmörk.
Króatía - Svíþjóð.
Ungverjaland - Slóvenía.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -