Sólveig Lára Kjærnested þjálfari kvennaliðs ÍR undanfarin þrjú ár hefur áveðið að láta af störfum eftir einstakt uppbyggingarstarf hjá félaginu. Þar með stefnir í að kvenþjálfurum í Olísdeild kvenna fækki. Rakel Dögg Bragadóttir hættir þjálfun Fram eftir tímabilið.
Sólveig Lára tók við þjálfun ÍR sumarið 2022 í Grill 66-deildinni. Árið eftir leiddi Sólveig Lára ÍR-liðið upp í Olísdeildina eftir sigur á Selfossi í fimm leikja rimmu í úrslitum umspils Olísdeildar kvenna. ÍR-liðið vann allar þrjár viðureignir umspilsins á útivelli sem var sögulegur árangur.
Strax á fyrsta ári í Olísdeildinni hafnaði ÍR í sjötta sæti og hélt sæti sínu í deildinni sem var óvenjulegt fyrir nýliða. Einnig komst ÍR-liðið í undanúrslit Poweradebikarsins.
Á nýliðnu keppnistímabili hafnaði ÍR í 5. sæti Olísdeildar og vann Selfoss í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Kvennalið ÍR náði þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar í fyrsta sinn.
„Takk fyrir minningarnar, stuðninginn og vináttuna. Það er erfitt að kveðja en afar dýrmætt að hafa getað snúið aftur heim og fundið ÍR hjartað á ný. Takk fyrir mig. Áfram ÍR alltaf!,“ segir Sólveig Lára í tilkynningu handknattleiksdeidar ÍR.