- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sveinn sótti tvö stig til Árósar

Sveinn Jóhannsson leikmaður SönderjyskE gengur til liðs við Erlangen í sumar. Mynd/SönderkyskE
- Auglýsing -

Sveinn Jóhannsson og samherjar í SönderjyskE náðu í tvö mikilvæg stig þegar þeir sóttu Århus Håndbold heim í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. SönderjyskE var með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi til enda. Leikmenn Århus gerðu harða hríð að öðru stiginu, hið minnsta, á síðustu mínútunum en Sveinn og félagar stóðust áhlaupið og unnu með eins marks mun, 26:25.

Þegar rétt innan við þrjár mínútur voru til leiksloka var SönderjyskE þremur mörkum yfir, 25:22. Í hálfleik var fimm marka munur á liðunum, 14:9, SönderjyskE í vil.

Sveinn kom lítt við sögu í sókninni að þessu sinni en var með í varnarleiknum að vanda.

Þetta var fyrsti leikur fjórtándu umferðar. SönderjyskE er komið upp í fimmta sæti deildarinnar eftir góða sigra upp á síðkastið. Liðið hefur 15 stig. Árósarliðið situr í níunda sæti með 12 stig.

Staðan:
Alaborg 23(13), GOG 22(12), Holstebro 16(12), Bjerringbro/Silkeborg 16(12), SönderjyskE 15(14), Skanderborg 13(13), Mors Thy 13(13), Skjern 13(12), Århus 12(14), Fredericia 12(12), Kolding 11(13), Ribe-Esbjerg 7(13), Ringsted 3(12), Lemvig 2(13).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -