Framundan er hörkukeppni í Grill66-deild kvenna sem hefst í kvöld með viðureign FH og Fjölnis/Fylkis sem hefst í Kaplakrika klukkan 19.30. Á dögunum fékk handbolti.is nokkra valinkunna áhugamenn um handknattleik til að spá í spilin fyrir keppnistímabilið í Olísdeildum karla og kvenna og Grill66-deildum karla og kvenna.
Niðurstaðan þeirrar spár bendir til þess að baráttan um að tryggja sér sæti beint upp í Olísdeild verði mjög jöfn og spennandi. Hún standi á milli Gróttu, Selfoss, FH og ÍR. Einnig verða ungmennalið Fram og Vals í keppninni í efri hlutanum en þau eiga ekki þess kost að taka sæti í Olísdeild á næsta keppnistímabili.
Verði niðurstaðan í takt við þessa spá fer Kári Garðarsson þjálfari Gróttu með sitt lið upp í Olísdeild í vor. Selfoss, FH og ÍR fara í umspil þar sem fjórða liðið verður það næst neðsta í Olísdeildinni þegar upp verður staðið. Samkvæmt spá handbolta.is kemur það í hluta HK, eins og kom fram þegar spáin var birt á þriðjudaginn.
FH féll niður í Grill66-deildina í vor.
Síðan spáin var gerð hefur ungmennalið KA/Þórs helst úr lestinni en það hafnaði í 11. og næst neðsta sæti í spá handbolta.is og valinkunnra.
1. Fram U.
2. Grótta.
3. Selfoss.
4. FH.
5. Valur U.
6. ÍR.
7. Fjölir/Fylkir.
8. HK U.
9. Víkingur.
10. Stjarnan U.
11. ÍBV U.
1. umferð Grill 66-deild kvenna,
Föstudagur:
Kaplakriki: FH – Fjölnir/Fylkir, kl. 19.30.
Sunnudagur:
TM-höllin: Stjarnan U – ÍBV U, kl. 14.
Kórinn: HK U – Selfoss, kl. 16.30.
Origohöllin: Valur U – ÍR, kl. 20.30.